Heim

Dagskrá Púkamótsins 2019


Nú er komin endanleg mynd á Stóra Púkamótið, sem haldið verður dagana 28. og 29. júní nk. í nafla alheimsins, Ísafirði. Við verðum u.þ.b. 50 manns báða daganna.

Föstudagurinn 28. Júní:

Hittumst á Torfnesvelli kl. 17 og setjum púkamótið formlega, förum svo í vítaspyrnukeppni og eftir hana förum við í þvílíka fiskisúpuveislu hjá Halldóri Eraclides í Húsinu og skemmtum okkur fram á nótt, eða allavega fram að ellefu 😊

Laugardagurinn 29. Júní:

Hittumst eldhressir á Torfnesvelli kl 12:30 og hefjum leik kl 13:30. Áætlum að ljúka leikum um 16. Um kvöldið kl 19:30 verður heljarmikil fiskiveisla í skíðaskálanum í Tungudal og verður afhending verðlauna Púkamótsins 2019; vítaspyrnukóngur, prúðasti leikmaðurinn, besti leikmaðurinn, besti markmaðurinn og púkameistarar 2019.

Þetta verður skemmtileg helgi fyrir vestan 😊

Með kveðju

Halli Vestra Púki