Fremsti knattspyrnumaður Ísafjarðarbæjar á 20. öld

“Fremsti knattspyrnumaður Ísafjarðarbæjar á 20. öld”

Þar sem þetta var í fimmta sinn sem haldið var Púkamótið fyrir vestan ákvað stjórnin að efna til kosningar innan Púkanna um hver hafi verið besti knattspyrnumaður Ísafjarðar frá upphafi og fram að 1990. Eftir töluverða umræðu um hvernig væri best að þessu staðið var ákveðið að tilnefna þrjá knattspyrnumenn og síðan yrði kosið um þá á púkavefnum okkar.

En kosið var um þá Halldór Sveinbjarnarson, Björn Helgason og Ómar Torfason. Eftir mjög góða kosninga þátttöku á vefnum stóðu þeir Björn og Ómar uppi með hnífjafna kosningu sem bestu knattspyrnumenn Ísafjarðarbæjar á 20 öld.

Ómar Torfason, Sigurlaug Hilmarsdóttir, María Gísladóttir og Björn Helgason