Velunnarar Púkamótsins 2009

Velunnarar Púkamótsins 2009, Dýrfinna Torfadóttir, Hlöðver Örn Rafnsson og Ásberg Kristján Pétursson

 

Sá skemmtilegi atburður gerðist á Púkamótinu 2009 að Dýrfinna Torfadóttir gaf skartgripi sem hún hafði hannað sjálf og Hlöðver Örn Rafnsson gaf 100.000 kr.  til styrkingar á púkasjóði Púkamótsins, en tilgangur hans er að vekja athygli á og  byggja upp sjóð sem getur styrkt ísfirska knattspyrnu, m.a. með því að byggja sparkvelli fyrir ísfirska krakka ásamt öðrum málefnum sem varða ísfirska knattspyrnu, eins og að styrkja þá aðila sem vilja öðlast menntun til dómara- eða þjálfarastarfa. Þá gaf Ásberg Kristján Pétursson 100.000 kr til styrkingar á Púkasjói og þ.a.l ísfirskrar æsku, eins og hann hefur gert á hverju ári frá upphaf Púkamótsins.

 

Í ræðu sem Hlöðver flutti þá rifjaði hann upp þegar hann byrjaði sinn knattspyrnuferil á Ísafirði og það góða fólk sem stóð á bak við knattspyrnuna þá. Hann vildi sýna þakklæti sitt með þessari gjöf til Ísafjarðar og reyna hvað hann getur til að styrkja ísfirska æsku.

 

Skartgripir Dýrfinnu voru boðnir upp og fengust 150.000. kr fyrir þá og þakkar púkamóts nefndin kærlega fyrir framtak Dýrfinnu, Hlöðvers og Ásbergs.

 

 

Guðmundur Ólafsson og Haraldur Leifsson, yfirstrumpar Stóra Púkamótsins, sýna veglega skartgripi Dýrfinnu Torfadóttir.