Besti Púkinn 2010

Besti púkinn

Þórður Jensson, leikmaður Krókspúka tekur við Hafþórsbikarnum eftir að hafa verið valinn besti púkinn á mótinu.Honum á vinstri hönd eru Geir Viðar Garðarsson, sem afhenti bikarinn og Frímann Sturluson. Geir er bróðursonur Hafþórs Sigurgeirssonar, en ættingjar Hafþórs gáfu bikarinn til að heiðra minningu Hafþórs sem fórst af slysförum á sjó skömmu eftir að hann tók þátt í fyrsta púkamótinu árið 2005.