Dagskrá 2016

Dagskrá Púkamótsins 2016

 

Eftir að hafa haldið Púkamótið s.l. ellefu ár á Ísafirði þá ætlum við að koma til móts við marga Púka sem hafa óskað eftir því að fá Púkamótið suður og halda það í þetta sinn laugardaginn 4 júní á Leiknisvellinum í Breiðholti í Reykjavík. Eftir leiki dagsins munum við fagna með fiskiveislu og verðlaunaafhendingu í Leiknisheimilinu um kvöldið. Nú er komið að þeim sem búa á Ísafirði að koma suður 🙂

Leikir munu hefjast kl 15:00 og biðjum við því alla púka að mæta ekki seinna en kl 14:30. Fiskiveislan mun hefjast um 18:00 – 18:30, strax að leikjum loknum þannig að menn þurfa ekki að fara heim í millitíðinni 🙂