Prúðasti leikmaðurinn

Prúðasti leikmaðurinn
Magni Pétursson, fyrir miðri mynd, hlaut verðlaun fyrir prúðasta leik, en verðlaunin voru gefin af ættingjum Guðmundar Jóhannssonar til minningar um Guðmund (Gummi Kauff eins og hann var stundum kallaður – kenndur við Kaupfélagið sem faðir hans stýrði), en Guðmundur lék með meistaraflokki ÍBÍ í kringum 1980 og lést langt fyrir aldur fram fyrir um áratug. Með Magna á myndinni eru synir Guðmundar, sá eldri heitir Jóhann og lék með Hlíðarvegspúkunum og sá yngri heitir Tryggvi. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn nú og var Magni vel að þeim kominn enda annálað prúðmenni sem geymir þó öll brögð knattspyrnunnar í stórum reynslusarpi sínum.