Markmið Púkamóts

Aðaltilgangur Púka knattspyrnumótsins er að vekja athygli á og byggja upp sjóð sem getur styrkt ísfirska knattspyrnu, m.a. með því að byggja sparkvelli fyrir ísfirska krakka eða púka, eins og þeir eru kallaðir fyrir vestan.

Sjóðnum er einnig ætlað að styrkja ýmis önnur málefni sem varða ísfirska knattspyrnu, t.d. er meiningin að hægt verði að sækja um styrki til að sækja námskeið sem tengjast knattspyrnu, t.d. til að öðlast menntun til dómara- eða þjálfarastarfa.