Púkamót 2005

Stóra púkamótið í knattspyrnu var sett við hátíðlega athöfn á gervigrasvellinum á Torfnesi í fyrsta sinn föstudaginn 22 júlí 2005. Mótið er ætlað öllum þeim sem á einhvern hátt hafa komið að störfum fyrir knattspyrnuíþróttina á Ísafirði og eru allir jafngildir hvort sem þeir hafa verið leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn eða dómarar, svo einhver störf séu nefnd í kringum þessa íþrótt. Hins vegar þurfa þeir a.m.k. að vera á þrítugasta ári til að vera gjaldgengir til keppni samkvæmt reglum mótsins. Krókspúkar stóðu uppi sem fyrstu sigurvegarar Púkamótsins 2005.