Stóra Púkamótið var haldið í annað sinn á Ísafirði 14 og 15 júlí, aðalstyrktaraðilar í ár voru VISA, Glitnir og Wurth á Íslandi og þakka Púkar þeim fyrir frábæran stuðning.
Mótið hófst föstudaginn 14 júlí kl 15 og eftir leiki dagsins var kvöldverður í Tjöruhúsinu, þar sem boðið var upp á plokk fisk, rauðsprettu og lúðu í gráðostasósu sem listamaðurinn og kokkurinn Maggi galdraði fram og forétturinn var auðvita hákarl og harðfiskur sem rennt var niður með viðeigandi drikkjum. Á laugardaginn hófust leikirnir kl 13 og eftir leikina var “Gala – Púka” matur í stjórnsýsluhúsinu þar sem verlaunir voru afhentar,að þessu sinni báru Bakkapúkar sigur úr býtum og hlutu hinn eftirsótta Kristjáns bikar. Mótsgjald var 7.000 kr, innifalið í mótsgjaldinu var búningur, vallargjöld, grill, Púka matur og gleði. Þeir sem tóku maka með í grill og Púka mat þurfa að borga 2000 kr aukalega.