Púkamót 2010 – Index

Stóra Púkamótið verður haldið í sjötta sinn á Ísafirði um helgina 16 og 17 júli. Mótið hefst föstudaginn 16 júlí kl 14 og eftir leiki dagsins verður Púka kvöld upp í skíðaskálanum í Tungudal á föstudagskvöld kl 20:00. Á laugardaginn hefst mótið kl 13:00 og eftir leiki dagsins verður Púka veisla í Stjórnsýsluhúsinu sem hefst kl 19:30 með verðlaunaafhendingum og skemmtunum og eins og s.l. fimm ár og munu meistarakokkarnir þær Magga, Lúlu og Ella Ólafsdætur sjá um veitingarnar eins og þeim er einum lagið.

En og aftur verður mótsgjald á kostnaðarverði eða aðeins 10.000 kr fyrir knattspyrnu púka, innifalið í mótsgjaldi er búningur, vallargjöld, Púka grill og Púka veisla. Þeir sem taka maka með í Púka grill og Púka veislu þurfa aðeins að borga 5.000 kr aukalega og af sjálfsögðu er þetta fyrir utan áfenga drykki sem verður í boði Wurth á Íslandi, bæði kvöldinn.