Púkamót 2011 – Index


Stóra Púkamótið 2011 var haldið í sjöunda sinn á Ísafirði um helgina 8 og 9 júli. Mótið hófst föstudaginn 8 júlí kl. 14 og eftir leiki dagsins var Púka kvöld upp í skíðaskálanum í Tungudal á föstudagskvöldið kl 20:00. Á laugardaginn hófst mótið kl 12:30 og eftir leiki dagsins var Púka veisla aftur í skíðaskálanum upp í Tungudal sem hófst kl 20:00 með verðlaunaafhendingum og skemmtunum. Það var snillingurinn Halldór Jónsson sem var veislustjóri og fór á kostum eins og honum er einum lagið. Þá koma Jón Björn Sigtryggsson sterkur inn með gítarinn helt uppi hópsöngum bæði kvöldin. Og enn og aftur voru meistarakokkarnir þær Magga, Lúlu og Ella Ólafsdætur sem sáu um allar veitingarnar eins og þeim er einum lagið.

Púkastjórnin þakkar öllum þeim sem koma að þessu púkamóti og hlakkar til að sjá ykkur öll á næsta ári.