Púkamót 2013 – Index

Stóra Púkamótið á Ísafirði verður haldið með pomp og prakt helgina 12. og 13. júlí 2013. Það verður í níunda sinn sem mótið er haldið. Mótið hefst föstudaginn 12. júlí klukkan 16 og í ár ætlum við að hafa frjálst föstudagskvöld. Við hittumst kannski í staðinn á ísfirsku pöbbarápi um kvöldið. Á laugardeginum hefst mótið kl 14:00 og eftir leiki dagsins verður Púka-veisla í Edinborgar húsinu. Hún hefst kl 19:30 með verðlaunaafhendingum og skemmtunum. Eins og s.l. átta ár og munu meistarakokkarnir þær Magga, ?p:Lúlu og Ella Ólafsdætur sjá um veitingarnar eins og þeim er einum lagið. Rúnar Þór ásamt hljómsveit munu síðan halda uppi fjöri fram á nótt.

Enn og aftur verður mótsgjald á kostnaðarverði eða aðeins 12.000 krónur fyrir knattspyrnu-púka, en innifalið í mótsgjaldi er búningur, vallargjöld og fiskipúka veisla. Þeir sem taka maka með í Púka-veislu þurfa aðeins að borga 3.000 krónur aukalega og að sjálfsögðu er þetta fyrir utan áfenga drykki. Síðan eru þeir sem eru fótafúnir en vilja taka þátt í gleðinni með okkur endilega hvattir til að koma á völlinn og heilsa upp á okkur og koma í fiskipúka veislu í Edinborgarhúsinu. Kostar aðeins 3.000 krónur.