Ellefta Púkamótið hefst föstudaginn 26. júní klukkan 16.00 á Torfnesvelli. Þar mun fara fram ótrúlega spennandi leikir milli Dokku-, Króks-, Hlíðarvegs-, Eyrar-, Holt- og Fjarðarpúka. Á föstudagskvöldið munum við hittast í Skíðaskálanum í Tungudal kl. 20 í fiskiveislu og eigum góða stund saman. Síðan hittumst við eldhress daginn eftir á Torfnesvelli klukkan 12.30 og byrjum að sparka í bolta aftur. Horfum síðan öll saman á BÍ/Bolungarvík vinna Fram 2- 1 kl 15:00 á laugardaginn.
Um kvöldið er svo Gala veisla sem hefst klukkan 20 í sal Frímúrara, sem er fyrir ofan Hafnarbúðina. Auk frábærar matarveislu verður verðlaunaafhending og dansleikur.
Enn og aftur verður mótsgjald á kostnaðarverði eða aðeins 14.000 kr. fyrir knattspyrnu-púka, en innifalið í mótsgjaldi er vallargjöld, fiski-Púka-veisla OG Gala veisla. Þeir sem taka maka með í Púka veislu þurfa aðeins að borga 4.000 kr. aukalega og af sjálfsögðu er þetta fyrir utan drykki.
Þá er bara að fara skrá sig á Púkamótið www.pukamot.is