1. “Stóra Púkamótið” er fyrir alla þá sem stunda knattspyrnu á Íslandi og er orðnir 30 ára og eldri.
2. “Íslenskur knattspyrnumaður” er sá sem með einhverjum hætti hefur tengst knattspyrnuiðkun á Íslandi. Hvort sem menn hafa spilað, þjálfað, dæmt, hvatt til dáða, setið í stjórnum eða stutt íþróttina á annan hátt.
3. Þátttakendur skulu skrá sig hjá mótstjórn eða á netinu og verða gjaldgengir eftir að hafa innt af hendi mótsgjald. Mótstjórn raðar þátttakendum í lið og skal við það taka mið af aldri og getu leikmanna, þannig að sem jafnast verði í liðum. Mótstjórn gefur liðum nafn.
4. Hvert lið skal vera skipað sjö leikmönnum og skal einn vera markvörður. Skipta má um leikmann hvenær sem er meðan á leik stendur. Skrá skal alla liðsmenn hvers liðs til að þeir teljist löglegir. Skrá má allt að 10 leikmenn í hvert lið.
5. Ekki er leyfilegt að nota leikmenn sem spilað hafa, eða verið á leikskrá sama ár í úrvalsdeild, 1. deild, 2. deild eða 3. deild.
6. Lið sem ekki mætir til leiks í riðlakeppni missir rétt til þátttöku í úrslitakeppni.
7. Mótsstjórn skal ákveða fyrirkomulag á undankeppni og úrslitakeppni hverju sinni og skal hún hafa hliðsjón af þátttöku við þá ákvörðun. Reikna skal þó með að allir leiki við alla, ef lið verða 7 eða færri.
8. Ef lið eru jöfn að stigum gilda reglur KSÍ um röð liða.
9. Sérstaklega skal tekið fram að sömu reglur gilda um sendingar til markvarðar og gilda í deildarkeppnum á vegum KSÍ.
10. Leiktíminn er 2 x 10 mínútur og leikið er á minnivöllum.
11. Leikið verður á gras- og gervigrasvöllum.
12. Ekki er heimilt að spila á grasskóm í keppninni.
13. Allir leiki skulu fara fram skv. knattspyrnulögum KSÍ og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, nema annars sé getið í reglugerð þessari
14. Kærufrestur er 1/2 klst frá lokum leik. Kæru skal skilað skriflega til mótstjórnar.