Uppgjör Púkamóts 2009




 

Stóra
Púkamótið á Ísafirði var haldið með pomp og prakt helgina 10 og 11 júlí 2009 í
blíðskapar veðri, en þetta var í fimmta sinn sem mótið var haldið. Í ár var met
þátttaka, 68 knattspyrnupúkar skráðu sig á mótið ásamt 36 mökum og voru því
yfir 100 manns á skemmti-kvöldunum tveimur sem var það takmark sem Púkanefndin
setti sér fyrir 5 árum og nú er stefnt á að 150 manns komi á Púkamótið 2010.

Einn af
hápunktum mótsins í ár var eflaust kosning “Fremsti knattspyrnumaður
Ísafjarðarbæjar á 20 öld” En kosið var um þá Halldór Sveinbjarnarson, Björn
Helgason og Ómar Torfason. Eftir mjög góða kosninga þátttöku á vefnum stóðu
þeir Björn og Ómar upp með hnífjafna kosningu sem bestu knattspyrnumenn Ísafjarðarbæjar
á 20. öld.

Sem
fyrr var veðrið frábært, þurrt og hlýtt föstudaginn 10. júlí og sama var að
segja um laugardaginn 12. júlí.  Eins og alltaf í mótsbyrjun er leikmönnum raðað af handahófi
í lið sem ættu tæknilega séð að vera í álíka gæðaflokki þótt dagsformið skipti
náttúrulega líka máli. Liðin eru að jafnaði kennd við Dokkupúka, Bakkapúka,
Krókspúka, Hlíðarvegspúka, Holtapúka og Eyrarpúka.

 




Púkameistarar 2009 urðu
Holtapúkar en niðurstaðan var eftirfarandi:


Litur              Sæti            Lið             Stig            Markahlutfall

Grænir           1            Holtapúkar       15                  14 – 1

Hvítur           2           Dokkupúkar        8                   8 – 5

Gulir             3            Bakkapúkar        5                   5 – 8

Rauðir           4           Hlíðarvegspúkar  5                   5 – 11

Bláir             5            Krókspúkar         4                   9 – 11

Neo
Grænir   6           Eyrarpúkar          4                   4 – 7




 




„Sir. Helgason, Manager Holtapúkanna
United“

Fljótlega kom í ljós að Holtapúkarnir
voru með lang sprækasta liðið, enda hafði það á að skipa að jafnaði meiri
reynsluboltum en önnur lið, auk þess sem helstu hugsuðir mótsins að þessu sinni,
Björn Helgason, var í fararbroddi sem stjórnaði sínum mönnum með mikilli röggsemi,
bæði innan sem utanvallar, enda voru strákarnir fljótir að nefna hann Sir.
Helgason. Með Birni voru m.a Hlöðver Rafnsson og Frímann A. Sturluson, en
Hlöðver batt vörnina svo vel saman að menn höfðu aldrei séð annað eins og það
sem lak í gegn var varið af Frímanni, sem í lokin varð að játa sig sigraðan
eftir slæma lendingu á öxl, sem hann er enn að vinna í að laga og vonast til að
vera klár fyrir júlí 2010. Í framlínunni voru markamaskínurnar Heinsson og
Ingvaldur Gústafsson sem röðuðu inn mörkunum. Fyrir aftan þá voru
reynsluboltarnir Guðjón Andersen, Þórður Pálsson, Rúnar Eyjólfsson og Jóhann
Kristjánsson. Síðan fengu Holtapúkarnir stór skáldið Einar Kárason í sínar
raðir og var þá ljóst í hvað stefndi.

 Holtapúkarnir unnu alla sína leiki og
innbyrtu 15 stig, strákarnir skoruðu 14 mörk og fengu aðeins 1 mark á sig,
frábær frammistaða, enda með frábærann þjálfara. Leikin var tvöföld umferð og
var leiktími tvisvar sinnum 10 mínútur. Hlutu Holtapúkarnir sigurlaun að lokum,
þ.e. Kristjánsbikarinn, sem kenndur er við Kristján heitinn Jónasson og urðu
þar með Púkameistarar 2009.

 




Holtapúkar – græna liðið

Efri röð frá vinstri: Sir
Björn Helgason, Hlöðver Örn Rafnsson, jón Pál Hreinsson, Jóhann Kristjánsson og
Guðjón Andersen. Neðri röð frá vinstri: Ingvaldur Gústafsson. Þórður Pálsson,
Frímann A. Sturluson og Rúnar Eyjólfsson. Á myndina vantar Einar Kárason




Dokkupúkar – Hvíta liðið

Þrátt
fyrir góðan styrk stjórnmálamannsins Kristins H. Gunnarsonar og prúðasta mann
púkamótsins, Magnús Jóhannesson, tókst Dokkupúkum ekki að sigra í ár. Enda ekki
nema von, því þeir misstu mjög fljótlega varnartröllið Gæja Gunnars og besta
senter ÍBÍ fyrr og síðar, Gunnar Pétursson, út af  vegna meiðsla, en þeim tókst samt að innbyrða 8 stig og lentu
í öðru sæt, skoruðu 8 mörk og fengu á sig aðeins 5 mörk.

 

 







Efsti
frá vinstri: Magnús Jóhannesson, Svavar Ævarsson, Geir Garðarsson og Kristinn
H. Gunnarsson. Neðri röð frá vinstri: Garðar Smári Gunnarsson, Örn Torfason,
Helgi F. Arnarsson og Gunnar Pétur Pétursson.

 




Bakkapúkar – Gula liðið

Menn furðuðu sig á afrakstri gula liðsins, þrátt fyrir flottustu
búningana og gleraugun þá vann liðið aðeins 1 leik. Það skipti engu hvort Óli
Sig og Stebbi Halldórs vor í bana stuði, ekkert gekk og þrátt fyrir að eiga
besta mann mótsins, Gunnar Níelsar tókst þeim gulu ekki að setja mark sitt á
mótið og enduðu í 3. sæti.

 

 





Efstur frá vinstri:  Marzellíus Sveinbjörnsson, Ásberg K Pétursson,
Haraldur Leifsson, Eiríkur B. Böðvarsson, Uunnar Hermannsson og Ólafur Sigurðsson.
Neðri röð frá vinstri Stefán Halldórsson, Guðni Karl Brynjólfsson, Bjarnþór H.
Sverrisson, Gunnar Níelsson og Magnús Ólafsson




Rauðliðarnir – Hlíðarvegspúkar

Hlíðarvegspúkar hefðu átt
að eiga gott mót enda var liðið samsett af besta knattspyrnumanni
Ísafjarðarbæjar á 20. öld, Ómari Torfasyni,sem er margfaldur íslandsmeistari og
landsliðsmaður í knattspyrnu ásamt elsta atvinnumanni Íslandsögunnar og
aldursforseta mótsins, Pétri Sigurðsyni sem varði markið af mikilli hörku. Fremstur
í víglínu Bakkapúka var Rúnar Þór Pétursson, stórsenter og markaskorari af guðs
náð, en hann hlýtur að hafa gleymt bænunum sínum, því mörkin vöntuðu í ár. Auk
þess keyptu rauðliðarnir grænjaxlinn Dedda til að styrkja liðið, en allt kom
fyrir ekki, Hlíðarvegspúkar náðu aðeins að innbyrða 5 stigum, þrátt fyrir að
Jón Björn átti sitt besta mót í ár og sýndi allar sínar bestu hlíðar m.a að
vera dómari, þá endu þeir í 4. sæti með 5 mörk skoruð og fengu hvorki meira né
minna en 15 mörk á sig, enda átti Pétur Sig ekki til orð yfir vörnini og varði
sjálfur ca 78 skot.

 

  




Bakkapúkar – rauðliðið

Efri
röð frá vinstri: Pétur Sigurgeir Sigurðsson, Jón Björn Sigtryggson, Guðjón Elí
Sturluson og Svavar Guðmundsson . Neðri röð frá vinstri: jónas Grindvíkingur
(Þorbjörn hf), Ómar Torfason, Pétur Sigurðsson og Rúnar Þór Pétursson. Á
myndina vantar Sigurð Argrímsson.

 

 




Krókspúkar – bláliðar

Krókspúkarnir reyndu að
halda sínum stöðum og markinu hreinu mest allan tímann, enda allt byggt upp frá
vörninni og skyndisóknum beitt til að koma andstæðingunum á óvart. En allt kom
fyrir ekki, þeir lentu í næst neðsta sæti. Samanlagt fékk liðið 4 stig,eins og
Eyrarpúkarnir, en voru með betra markahlutfall, skoruðu 9 mörk og fengu á sig 7
mörk.  Þrátt fyrir að vera með næst
besta markmann mótsins (Pétur Sig er alltaf bestur), Hreiðar Sigtryggsson, sem
varði bara nokkuð vel í ár þá enduðu þeir í næst neðsta sæti.

 

 




Hlíðarvegspúkar –
bláliðarnir

Efri
röð frá vinstri: Helgi F. Arnarson, Gísli Jón Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson
og Jón Pétursson. Neðri röð frá vinstri: Jón Örn Guðbjartsson, Hreiðar
Sigtryggson og Þór Gíslason

 

 




Neon-Grænjaxlarnir / Eyrarpúkarnir

Jóhann
Króknes Torfason reyndi allt hvað hann gat til að búa til sigurlið í ár, en
þrátt fyrir gríðalegt sterkt lið á pappír þá var uppskeran ekki sem þeir
vonuðust eftir. Þeir unnu aðeins 1 leik og gerðu eitt jafntefli, skoruðu 4 mörk
og fengu 7 á sig og enduðu í neðsta sæti.

 







Krókspúkar –
grænjaxlarnir

Efri röð frá vinstri:
Jóhann Króknes Torfason, Stefán Jóhann Stefánsson (var seldur rauðliðum), Oddur
Jónsson, Árni Hjaltason og Magni Blöndal. Neðri röð frá vinstri: Hannes Hrafn
Haraldsson, Maron Pétursson, Sigurður Pétursson og Harald Kulp




Elsti
atvinnumaður heims?


 

Pétur Sigurðsson, fyrrum forseti Alþýðusambands
Vestfjarða og einn af áköfustu knattspyrnumönnum á Stóra púkamótinu sem haldið
er árlega á Ísafirði, undirritaði „atvinnumannasamning“ í hófi sem haldið var á
vegum mótshaldara á föstudagskvöld. Pétur sem er kominn hátt á áttræðisaldur,
skuldbindur sig samkvæmt samningnum að spila á mótinu þar til hann verður
áttræður árið 2011. Pétur, sem leikið hefur í marki, hefur slegið í gegn á
mótinu síðustu ár og oftast sýnt liprari takta en menn sem erum langtum yngri.
Samkvæmt samningnum er Pétri skylt að æfa samviskusamlega fyrir hvert mót.

 

 

 

 






 

Í samningnum kemur fram að auk þess að taka þátt í
mótunum sé honum óheimilt að taka þátt í öðrum íþróttagreinum, en hyggist hann
gera samning við erlend knattspyrnulið skuli það gert í samráði við
Púkafélagið. Samkvæmt samningnum er Púkamótinu skylt að halda Stóra Púkamótið á
hverju ári á meðan samningurinn er í gildi.



„Loksins er maður kominn í atvinnumennskuna“, sagði Pétur ánægður með
samninginn. „Verðið verður samt ekki gefið upp, það mun bara koma fram í
skattaskýrslunni.“ Pétur segir að hugmyndin hafi komið til vegna þess að
meðalaldur þátttakenda á Stóra Púkamótinu hafi farið lækkandi síðustu ár og
sífellt yngri, stæltari og liprari leikmenn mæta til leiks á hverju ári.
Púkafélagið hafi því gripið til þess ráðs að samningsbinda Pétur til að sjá til
þess að meðalaldurinn myndi haldast uppi að minnsta kosti næstu tvö árin.


„Þetta var gert til að tryggja að meðalaldurinn hrapi ekki, en ef ég myndi
hætta myndi hann lækka töluvert“, segir Pétur. Hann ætlar að fara eftir ákvæðum
samningsins og æfa samviskusamlega fyrir mótið þannig að hann verður í
toppformi að ári liðnu þegar næsta mót byrjar. „Ég hef æft síðustu ár með því
að ganga 11 kílómetra annan hvern dag og ég ætla auðvitað að halda því áfram.
Þetta er þó allt gert í gríni. Maður verður að hafa fyrirvara á svona
skuldbindingum enda er það Guð sem ræður því sem gerist“, segir Pétur.

 

 




“Fremsti
knattspyrnumaður Ísafjarðarbæjar á 20. öld”

 




Þar sem
þetta var í fimmta sinn sem haldið var Púkamótið fyrir vestan ákvað stjórnin að
efna til kosningar innan Púkanna um hver hafi verið besti knattspyrnumaður
Ísafjarðar frá upphafi og fram að 1990. Eftir töluverða umræðu um hvernig væri
best að þessu staðið var ákveðið að tilnefna þrjá knattspyrnumenn og síðan yrði
kosið um þá á púkavefnum okkar.

En kosið var um þá Halldór
Sveinbjarnarson, Björn Helgason og Ómar Torfason. Eftir mjög góða kosninga
þátttöku á vefnum stóðu þeir Björn og Ómar uppi með hnífjafna kosningu sem
bestu knattspyrnumenn Ísafjarðarbæjar á 20 öld.

 

 

 




Ómar
Torfason, Sigurlaug Hilmarsdóttir, María Gísladóttir og Björn Helgason

 

 




Prúðasti leikmaðurinn

  




Prúðasti leikmaðurinn

Magnús Jóhannesson hlaut verðlaun fyrir prúðasta leik, en
verðlaunin voru gefin af ættingjum Guðmundar Jóhannssonar til minningar um
Guðmund (Gumma Kauff eins og hann var stundum kallaður – kenndur við
Kaupfélagið sem faðir hans stýrði), en Guðmundur lék með meistaraflokki ÍBÍ í
kringum 1980 og lést langt fyrir aldur fram fyrir um áratug. Með Magnúsi á
myndinni er yngri sonur Guðmundar heitins, hann Tryggvi og Guðmundur
Ólafsson. Verðlaunin voru veitt í annað sinn í ár og eins og menn muna þá var
Magni Blöndal fyrstur Ísfirðinga til að fá þessa tilnefningu. Báðir þessir
heiðursmenn eru vel að viðurkenningunni komnir enda annáluð prúðmenni báðir
tveir. 




Besti Púkinn

    

 



Besti púkinn



Gunnar Níelsson, leikmaður Bakkapúka (gula liðið) tekur við Hafþórsbikarnum
eftir að hafa verið valinn besti púkinn á mótinu. Til vinstri er Geir
Garðarsson, bróðursonur Hafþórs Sigurgeirssonar, en ættingjar Hafþórs gáfu
bikarinn til að heiðra minningu Hafþórs sem fórst af slysförum á sjó skömmu
eftir að hann tók þátt í fyrsta púkamótinu árið 2005.

 




Velunnarar
Púkamótsins 2009, Dýrfinna Torfadóttir, Hlöðver Örn Rafnsson og Ásberg Kristján
Pétursson





 


skemmtilegi atburður gerðist á Púkamótinu 2009 að Dýrfinna Torfadóttir gaf
skartgripi sem hún hafði hannað sjálf og Hlöðver Örn Rafnsson gaf 100.000 kr.  til styrkingar á púkasjóði Púkamótsins,
en tilgangur hans er að vekja athygli á og  byggja upp sjóð sem getur styrkt ísfirska
knattspyrnu, m.a. með því að byggja sparkvelli fyrir ísfirska krakka ásamt
öðrum
málefnum sem varða ísfirska knattspyrnu, eins og að styrkja þá aðila
sem vilja öðlast menntun til dómara- eða þjálfarastarfa. Þá gaf Ásberg Kristján
Pétursson 100.000 kr til styrkingar á Púkasjói og þ.a.l ísfirskrar æsku, eins
og hann hefur gert á hverju ári frá upphaf Púkamótsins.


 

Í ræðu sem
Hlöðver flutti þá rifjaði hann upp þegar hann byrjaði sinn knattspyrnuferil á
Ísafirði og það góða fólk sem stóð á bak við knattspyrnuna þá. Hann vildi sýna
þakklæti sitt með þessari gjöf til Ísafjarðar og reyna hvað hann getur til að
styrkja ísfirska æsku. 


 

Skartgripir
Dýrfinnu voru boðnir upp og fengust 150.000. kr fyrir þá og þakkar púkamóts
nefndin kærlega fyrir framtak Dýrfinnu, Hlöðvers og Ásbergs.

 

 

 
Guðmundur
Ólafsson og Haraldur Leifsson, yfirstrumpar Stóra Púkamótsins, sýna veglega
skartgripi Dýrfinnu Torfadóttir.







Púkameistarar 2009 urðu Holtapúkar með Björn
Helgason í broddi fylkingar, en niðurstaðan var eftirfarandi:



Litur              Sæti            Lið             Stig            Markahlutfall

Grænir           1            Holtapúkar       15                  14 – 1

Hvítur           2            Dokkupúkar       8                   8 – 5

Gulir             3            Bakkapúkar        5                   5 – 8

Rauðir           4           Hlíðarvegspúkar  5                   5 – 11

Bláir             5            Krókspúkar         4                   9 – 11

Neo
Grænir   6           Eyrarpúkar          4                   4 – 7


 





Efri röð frá vinstri: Jóhann
Kristjánsson, Frímann A. Sturluson, Ingvaldur Gústafsson, Guðjón Andersen og
Jón Pál Hreinsson. Neðri röð frá vinstri: Einar Kárason, Þórður Pálsson, Sir
Björn Helgason og Hlöðver Örn Rafnsson.




Kynnir og veislustjóri Púkamótsins
Halldór jónsson.

 


 



Halldór
Jónsson var bæði vallarþulur og veislustjóri – og stóð sig með stakri prýði,
eins og ávallt.