Stóra Púkamótið á Ísafirði var haldið með pomp og prakt helgina 16 og 17 júlí 2010 í blíðskapar veðri, en þetta var í sjötta sinn sem mótið var haldið. Í ár var met þátttaka um 80 knattspyrnupúkar skráðu sig á mótið ásamt 30 mökum og voru því um 110 manns á skemmti-kvöldunum tveimur, en Púkanefndin setti sér það takmark 2005 að við mundum ná því að vera 150 manns á Púkamótinu 2010, þannig að það munaði littlu að það tækist, við setjum bara takmarkið að ná því á næsta ári. Sem fyrr var veðrið frábært, þurrt og hlýtt föstudaginn 16. júlí og sama var að segja um laugardaginn 17. Júlí, eins og myndirnar bera með sér. Eins og alltaf í mótsbyrjun er leikmönnum raðað af handahófi í lið sem ættu tæknilega séð að vera í álíka gæðaflokki þótt dagsformið skipti náttúrulega líka máli. Liðin eru að jafnaði kennd við Dokkupúka, Bakkapúka, Krókspúka, Hlíðarvegspúka, Holtapúka og Eyrarpúka. Púkameistarar 2010 urðu Hlíðarvegspúkar með Pétur Sigurðsson í broddi fylkingar, en niðurstaðan var eftirfarandi:
Efri röð frá vinstri: Guðmundur Ólafsson, Gísli Blöndal, Eiríkur Böðvarsson, Þorvaldur Ingimundarson, Albert Haraldsson og Kristinn Kristjánsson. Neðri röð frá vinstri: Magni Blöndal, Örn Torfason, Jóhann B Gunnarsson, Kristmann Kristmannsson og Hlöðver Ö Rafnsson. Fremst liggur svo unglingurinn Pétur Sigurðsson Bakkapúkar – Dökkbláa liðiðEfri röð frá vinstri: Ásberg Pétursson, Árni B Hjaltason, Ómar Smárason, Fjölnir Geirssson, Ármann Karlsson og Guðjón Elí Sturluson. Neðri röð frá vinstri: Þórir Gíslason,Haukur Magnússon, Ómar Torfason, Gunnar Pétursson og Garðar S Gunnarsson. Eyrarpúkar – GráliðarnirEyrarpúkarEfri röð frá vinstri: Jón Ólafur Jónsson, Veigar Þ Guðbjörnsson , Guðmundur Gíslason, Pétur Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson og Geir Viðar Garðarsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurvin Sigurjónsson,Eggert Sverrisson, Pétur Magnússon og Pétur Jónsson. Krókspúkar – Bláa liðiðKrókspúkar.Efri röð frá vinstri: Benedikt Einarsson, Jónas K Þórhallsson, Guðlaugur Gunnarsson, Frímann A Sturluson Neðri röð frá vinstri: Þórður Jensson, Stefán J Stefánsson, Bjarnþór H. Sverrisson, Ingvar Ágústsson Á myndina vantar: Maron Pétursson, Ólaf Sigurðsson og Gísla Jón Kristjánsson. Holtapúkar – rauðliðarnirEfri röð frá vinstri:Hákon Hermannsson, Halldór Eraclides, Haraldur Leifsson, Kristinn H Gunnarsson og Jóhann Lapas Neðri röð frá vinstri: Halldór Ö Kristjánsson og Svavar Þ Guðmundsson. Á myndina vantar: Sigurð Sigurðsson, Grím Sigurðsson, Ívar Pálsson, Viðar Lúðvíksson o.fl. Hlíðarvegspúkar – bláliðarnirHlíðarvegspúkar.Efri röð frá vinstri: Hlöðver Ö Rafnsson, Gísli Pétursson Blöndal, Albert Haraldsson, Þorvaldur Ingimundason, Eiríkur Böðvarsson og Guðmundur Ólafsson. Neðri röð frá vinstri: Pétur Sigurðsson, Magni Blöndal, Örn Torfason, Kristmann Kristmannsson. Á myndina vantar:Þorvald Ingimundarson Dokkupúkar – HvítliðarnirDokkupúkarEfri röð frá vinstri: Helgi F Arnarsson, Harald Kulp, Jón Þór Ágústsson, Sigurgeir S Þórarinsson og Jón Steinar Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri:Óskar Þór Ingólfsson, Halldór Ö Kristjánsson og Sveinn Geir Arnarsson Á myndina vantar: Jóhann Torfason, Jón Oddsson og Einar Ólafsson. Prúðasti leikmaðurinnGuðlaugur Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir prúðasta leik, en verðlaunin voru gefin af ættingjum Guðmundar Jóhannssonar til minningar um Guðmund eða Gumma Kauff eins og við kölluðum hann, en Gummi lék með meistaraflokki ÍBÍ í kringum 1980 og lést langt fyrir aldur fram fyrir um áratug. Með Guðlaugi á myndinni er Bjarni bróðir Guðmundar heitins og Guðmundur Ólafsson Besti púkinnÞórður Jensson, leikmaður Krókspúka tekur við Hafþórsbikarnum eftir að hafa verið valinn besti púkinn á mótinu.Honum á vinstri hönd eru Geir Viðar Garðarsson, sem afhenti bikarinn og Frímann Sturluson. Geir er bróðursonur Hafþórs Sigurgeirssonar, en ættingjar Hafþórs gáfu bikarinn til að heiðra minningu Hafþórs sem fórst af slysförum á sjó skömmu eftir að hann tók þátt í fyrsta púkamótinu árið 2005. Elsti atvinnumaður heims, endurnýjar samninginn!Pétur Sigurðsson, fyrrum forseti Alþýðusambands Vestfjarða og einn af áköfustu knattspyrnumönnum á Stóra púkamótinu sem haldið er árlega á Ísafirði, endurnýjaði og undirritaði „atvinnumannasamning“ í hófi sem haldið var á vegum mótshaldara á föstudagskvöld. Pétur sem er kominn hátt á áttræðisaldur, skuldbindur sig samkvæmt samningnum að spila á mótinu þar til hann verður áttræður árið 2011. Pétur, sem leikið hefur í marki, hefur slegið í gegn á mótinu síðustu ár og oftast sýnt liprari takta en menn sem erum langtum yngri. Samkvæmt samningnum er Pétri skylt að æfa samviskusamlega fyrir hvert mót. Auk Péturs var það Haraldur Leifsson sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Púkafélagsins. Jafnframt skrifaði Hjördís Hjartardóttir, eiginkona Péturs, undir samninginn sem „forráðamaður“. Í samningnum kemur fram að auk þess að taka þátt í mótunum sé honum óheimilt að taka þátt í öðrum íþróttagreinum, en hyggist hann gera samning við erlend knattspyrnulið skuli það gert í samráði við Púkafélagið. Samkvæmt samningnum er Púkamótinu skylt að halda Stóra Púkamótið á hverju ári á meðan samningurinn er í gildi. Pétur segir að hugmyndin hafi komið til vegna þess að meðalaldur þátttakenda á Stóra Púkamótinu hafi farið lækkandi síðustu ár og sífellt yngri, stæltari og liprari leikmenn mæta til leiks á hverju ári. Púkafélagið hafi því gripið til þess ráðs að samningsbinda Pétur til að sjá til þess að meðalaldurinn myndi haldast uppi að minnsta kosti næstu tvö árin. „Þetta var gert til að tryggja að meðalaldurinn hrapi ekki, en ef ég myndi hætta myndi hann lækka töluvert“, segir Pétur. Hann ætlar að fara eftir ákvæðum samningsins og æfa samviskusamlega fyrir mótið þannig að hann verður í toppformi að ári liðnu þegar næsta mót byrjar. „Ég hef æft síðustu ár með því að ganga 11 kílómetra annan hvern dag og ég ætla auðvitað að halda því áfram. Þetta er þó allt gert í gríni. Maður verður að hafa fyrirvara á svona skuldbindingum enda er það Guð sem ræður því sem gerist“, segir Pétur. Kynnir og veislustjóri Púkamótsins 2010Stefán Jóhann Stefánsson. |