Uppgjör Púkamóts 2011

Enn eina ferðina var Stóra Púkamótið haldið með pomp og prakt á Ísafirði. Mótið var haldið helgina 8. og 9. Júlí, í blíðskaparveðri. Þetta var sjöunda mótið. Þátttakan var í dræmari lagi en leikgleðin og bros Púkanna var svo sannarlega til staðar og höfum við sjaldan skemmt okkur jafn vel. Þrjátíu og fimm knattspyrnupúkar skráðu sig á mótið ásamt 25 mökum og voru því um 60 manns á skemmtikvöldunum tveimur. Þau voru haldin í Skíðaskálanum og skemmti fólk sér konunglega undir handleiðslu Halldórs Jónssonar.

Eins og alltaf í mótsbyrjun var leikmönnum raðað af handahófi í lið sem ættu tæknilega séð að vera í álíka gæðaflokki. Liðin eru að jafnaði kennd við Dokkupúka, Bakkapúka, Krókspúka, Hlíðarvegspúka, Holtapúka og Eyrarpúka.

Í ár var öllum púkum sem unnu til verðlauna gefið Tru Viking ilmvatn. Ilmvatnið sem er framleitt á Ísafirði er frábært og með svona vestfirskum karlmannslegum ilmi. Púkanefndin þakka kærlega fyrir þetta framtak og hvetur alla sanna púka að prufa Tru Viking ilmvatn.

 

 

 

 

Ísafjörður skartaði sínu fegursta fyrir okkur Púkanna þegar við komum vestur

 

 

 

 

 

 

Það er farið að vera hefð að hittast í gamlabakaríinu að morgni föstudags til að rifja upp gamlar og góða minningar frá gullaldar árum okkar 🙂

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PÚKAMEYSTARAR 2011 URÐU

EYRARPÚKAR

en niðurstaðan var eftirfarandi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

EYRARPÚKAR

RAUÐA LIÐIÐ

Efri röð frá vinstri: Tryggvi Sigtryggsson (spilar næst), Halldór Antonsson, Halldór Guðbjarnason (sérlegur stuðningsmaður púkamótsins).

Neðri röð frá vinstri: Haukur Magnússon, Bjarnþór Sverrisson og Sigurður Pétursson. Á myndina vanntar Örn Torfason.

 

 

 

 

 

 

KRÓKSPÚKAR

HVÍTA LIÐIÐ

Fá vinstri: Frímann A. Sturluson, Eiríkur Böðvarsson, Guðmundur Gíslason, Oddur Jónsson, Jóhann Króknes Torfason og Pétur Sigurðsson

 

 

HOLTAPÚKAR

GRÆNA LIÐIÐ

Frá vinstri: Gunnar Níelsson, Ingvaldur Gústafsson, Jón Björn Sigtryggsson,

Haraldur Leifsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Geir Viðar Garðarsson og Harald Kulp

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DOKKUPÚKAR

BLÁA LIÐIÐ

Efri röð frá vinstri: Jón Oddsson, Magnús Jóhannesson,

Helgi F. Arnarson, Björn Helgason (sérlegur ráðgjafi) og Albert Haraldsson

Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Ólafsson, Pétur Sigurðsson, Pétur Guðmundsson og Páll Ólafsson

 

 

 

BESTI PÚKINN

Það er samdómur allra að besti púkinn á mótinu var Bjarnþór Sverrisson. Baddó stóð sig eins og hetja á milli stanganna hjá Eyrarpúkum og var án efa ein aðalástæðan fyrir því að Eyrarpúkar hömpuðu titlinum í ár. Þeir Geir Viðar Garðarsson og Frímann Sturluson afhentu Baddó bikarinn sem kenndur er við Hafþór Sigurgeirsson og gefin var af ættingjum hans. Bikarinn fyrir besta púkann var fyrst afhentur 2006.

 

 

 

 

 

 

 

 

PRÚÐASTI LEIKMAÐURINN 2011

Pétur Guðmundsson hlaut verðlaun fyrir prúðastan leik, verðlaun sem gefin voru í fyrsta skipti 2008 af ættingjum Guðmundar Jóhannssonar til minningar um góðan félaga okkar hann Gumma Kauf. Pétur var vel að verðlaununum kominn, enda mikil fyrirmynd eldri sem yngri knattspyrnumanna fyrir prúðmennsku og hógværð. Með á myndinni er Guðmundur Ólafsson sem afhenti Pétri verðlaunin.