Uppgjör Púkamóts 2012

Stóra Púkamótið á Ísafirði var haldið með pomp og prakt helgina 13. og 14. júlí 2012 í blíðskaparveðri, en þetta var í áttunda sinn sem mótið var haldið. Eins og undanfarin ár var leikgleðin og bros Púkanna var svo sannarlega til staðar og skemmtum við okkur konunglega. Um 40 knattspyrnupúkar skráðu sig á mótið ásamt 20 mökum og voru því um 60 manns á skemmtikvöldunum tveimur, sem haldin vor annarvegar í skíðaskálanum og í Edinborgarhúsinu og skemmti fólk sér konunglega.

Eins og alltaf í mótsbyrjun er leikmönnum raðað af handahófi í lið sem ættu tæknilega séð að vera í álíka gæðaflokki þótt dagsformið skipti náttúrulega líka máli.

Liðin eru að jafnaði kennd við Dokkupúka, Fjarðarpúkar, Krókspúka, Hlíðarvegspúka, Holtapúka og Eyrarpúka.

 

 

Krókspúkar Púkamótsmeistarar 2012

Krókspúkar sigruðu á Stóra púkamótinu sem haldið var í áttunda sinn á Ísafirði um helgina. Mótið heppnaðist í alla staði vel. Það voru þeir Pétur Sigurðsson, Hreiðar Sigtryggson, Jón Páll Hreinsson, Halldór Eraclides, Bergsteinn Baldursson, Gísli Jón Kristjánsson, Halldór Antonsson, Rúnar Eyjólfsson, Gunnar Pétur Pétursson og Svavar Ævarsson sem skipuðu lið Krókspúka og fengu þeir Kristjánsbikarinn eftirsótta sem nefndur er eftir Kristjáni Jónassyni.

 

Prúðasti leikmaðurinn 2102

Í ár var það Sigurður Pétursson sem var valinn prúðastur púkanna og hlaut að launum Gumma Jó bikarinn, en hann er nefndur eftir Guðmundi Jóhannssyni, fyrrum leikmanni ÍBÍ sem lést fyrir rúmum ellefu árum.

 

Besti leikmaðurinn 2012

í ár var Hannes Hrafn Haraldsson valinn besti leikmaðurinn og var honum afhentur Hafþórsbikarinn, en hann er nefndur eftir Hafþóri heitnum Sigurgeirssyni. Hafþór lést af slysförum skömmu eftir að hann tók þátt í fyrsta púkamótinu árið 2005. Hafþórsbikarinn hefur verið afhentur ár hvert frá árinu 2006.

 

Varnarjaxl Púkamótsins 2012

Varnarjaxl mótsins var Helgi F. Arnarsson,

 

Bestu tilþrifin 2012

Bestu tilþrifin sýndi Brjánn Guðjónsson,


Markatilþrif  Púkamóts 2012

Markatilþrif mótsins sýndi Þórir Gíslason


Mestu framfarir Púkanna

Mestu framfarir sýndi Haukur Magnússon.


Vinnudýr Púkamótsins 2012

Það var að lokum Sigurgeir Steinar Þórarinsson sem valinn var vinnudýr mótsins.