Besti púkinn

Stefán Jóhann Stefánsson, leikmaður Hlíðarvegspúka (bláliðar) tekur við Hafþórsbikarnum eftir að hafa verið valinn besti púkinn á mótinu. Til vinstri er Geir Garðarsson, bróðursonur Hafþórs Sigurgeirssonar, en ættingjar Hafþórs gáfu bikarinn til að heiðra minningu Hafþórs sem fórst af slysförum á sjó skömmu eftir að hann tók þátt í fyrsta púkamótinu árið 2005. Fyrir miðri mynd er svo Jóhann Torfason, einn af aðalskipuleggjendum mótsins.