Púkamót 2012 – Index


Stóra Púkamótið 2012 verður haldið í áttunda sinn á Ísafirði um helgina 13 og 14 júli. Mótið hefst föstudaginn 13 júlí kl. 15:30, mæting 15:00. Eftir leiki dagsins verður Púka kvöld upp í skíðaskálanum í Tungudal. Rútan fer frá Hótel Ísafirði kl.19:30 á föstudagskvöldið. Á laugardaginn hefst mótið aftur kl 13:30, mæting 13:00. Eftir leiki dagsins verður hin eina sanna Gala Púka veisla sem hefst kl 20:00 í Edinborgarhúsinu með verðlaunaafhendingum og skemmtunum, húsið opnar 19:30. Og enn og aftur verða meistarakokkarnir þær Magga, Lúlu og Ella Ólafsdætur sem sjáu um allar veitingarnar eins og þeim er einum lagið.

En og aftur verður mótsgjald á kostnaðarverði eða aðeins 12.000 kr fyrir knattspyrnu púka, innifalið í mótsgjaldi er búningur, vallargjöld, Púka grill og Púka veisla. Þeir sem taka maka með í Púka grill og Púka veislu þurfa aðeins að borga 6.000 kr aukalega og af sjálfsögðu er þetta fyrir utan áfenga drykki, en léttar veitingar verða í boði Würth á Íslandi, bæði kvöldinn.